Allt


Allt: apríl 2009

Fyrirsagnalisti

30.4.2009 : Athugasemd við fréttaskýringu Morgunblaðsins um efnahagsreikning nýju bankanna

Í fréttaskýringu Morgunblaðsins 30. apríl sem birtist undir yfirskriftinni "Bankarnir skreppa saman" er því haldið fram að efnahagsreikningur nýju bankanna muni verða mun lægri en áætlað. Því til staðfestingar er annars vegar vitnað í bráðabirgða stofnefnahagsreikning bankanna þriggja sem birtur var í nóvember á síðasta ári Lesa meira

24.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 24. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um sjöttu breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars 2009, um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðabanka Íslands hf. til Nýja Kaupþings banka hf. og Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

24.4.2009 : Lýsing á verðmatsferli eigna og skulda nýju bankanna

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman yfirlit yfir helstu forsendur og aðferðir sem unnið var eftir við verðmat á eignum og skuldum nýju bankanna. Samantektin er gerð til að setja verkefnið í rétt samhengi og útskýra sem best í hverju það felst.

Lesa meira

22.4.2009 : Fullnaðarniðurstöður verðmats nýju bankanna liggja nú fyrir

Deloitte LLP lauk í gær verðmati þeirra eigna sem fluttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Oliver Wyman hefur í dag yfirfarið verðmatið fyrir hvern banka og uppfært úttekt sína. Verðmatsverkefninu er því lokið. Lesa meira

17.4.2009 : Fjármálaeftirlitið áréttar fyrri ákvörðun um ráðstöfun eigna og skulda SPRON

Í ljósi nýrra upplýsinga og breyttra forsendna sem fram hafa komið í málefnum SPRON undanfarið hefur Fjármálaeftirlitið ákveðið að árétta fyrri ákvörðun og í því skyni gera breytingar varðandi ráðstöfun eigna og skulda SPRON.

Lesa meira

17.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 17. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðra breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars 2009 um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf., kt. 540502-2770.

Lesa meira

17.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 17. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um fimmtu breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars 2009, um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðabanka Íslands hf. til Nýja Kaupþings banka hf. og Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

17.4.2009 : Umræðuskjal OECD-IAIS um stjórnunarhætti vátryggingafélaga

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjali OECD-IAIS um stjórnunarhætti vátryggingafélaga sem hægt er að nálgast á heimasíðu OECD. Hagsmunaaðilum gefst kostur að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar. Lesa meira

16.4.2009 : Niðurstöður verðmats nýju bankanna

Deloitte LLP hefur lokið bráðabirgðaverðmati þeirra eigna sem fluttar voru út úr gömlu bönkunum til að mynda efnahag Nýja Kaupþings banka, NBI og Íslandsbanka. Samhliða vinnslu verðmatsins hefur Oliver Wyman yfirfarið framkvæmd þess fyrir hvern banka. Fyrirtækin vinna nú að lokafrágangi matsins. Þess er vænst að fullnaðarútgáfa þess liggi fyrir í næstu viku. Lesa meira

8.4.2009 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Sparisjóðabanka Íslands hf.

Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Sparisjóðabanka Íslands hf. og ráðstafa tilteknum eignum og skuldum bankans til annarra aðila. Lesa meira

8.4.2009 : Greiðsluskylda Tryggingarsjóðs vegna Spron hf.

Þann 21. mars 2009 tók Fjármálaeftirlitið ákvörðun um að taka yfir vald hluthafafundar Spron hf. og skipa skilanefnd fyrir bankann. Skilanefnd bankans tók ákvörðun um að loka útibúum bankans þann dag. Það er álit Fjármálaeftirlitsins að sama dag hafi Spron hf. Lesa meira

8.4.2009 : Umræðuskjöl CEIOPS vegna nýrrar tilskipunar um vátryggingastarfsemi

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á umræðuskjölum CEIOPS sem hægt er að nálgast á heimasíðunni. Um er að ræða tillögur að ráðgjöf til Framkvæmdastjórnar ESB vegna nánari útfærslu á nýrri tilskipun um vátryggingastarfsemi (svokallaðri Solvency II tilskipun) sem væntanlega verður samþykkt á Evrópuþinginu í vor. Hagsmunaaðilum gefst kostur á að gera athugasemdir við efni ráðgjafarinnar. Lesa meira

7.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 7. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um fjórðu breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars 2009 um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðabanka Íslands hf., kt. 681086-1379, til Nýja Kaupþings banka hf., kt. 581008-0150 og Seðlabanka Íslands.

Lesa meira

7.4.2009 : Staða vátryggingafélaga í kjölfar falls bankanna

Undanfarnar vikur hefur farið fram á vettvangi fjölmiðla nokkur umræða um stöðu vátryggingafélaga. Borið hefur á því að settar hafa verið fram fullyrðingar sem bera með sér misskilning á sérkennum vátryggingastarfseminnar. Í þessari stuttu grein verður reynt að leiðrétta þennan misskilning með því að svara á almennan hátt tveimur af þeim spurningum sem varpað hefur verið fram. Lesa meira

6.4.2009 : Lækkun á lágmarksverði í yfirtökutilboði BBR ehf. til hluthafa Exista hf.

Þann 6. janúar sl. barst Fjármálaeftirlitinu beiðni um að beita heimild samkvæmt 8. mgr. 103. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.), og lækka lágmarks verð í yfirtökutilboði BBR ehf. í Exista hf. úr kr. 4,62 per hlut niður í kr. 0,02 per hlut (þ.e. verðið sem BBR ehf. greiddi fyrir hvern hlut í hlutafjárhækkun Exista hf. 8. desember 2008), vegna sérstakra kringumstæðna. Lesa meira

6.4.2009 : Lækkun á lágmarksverði í yfirtökutilboði BBR ehf. til hluthafa Exista hf.

Þann 6. janúar sl. barst Fjármálaeftirlitinu beiðni um að beita heimild samkvæmt 8. mgr. 103. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.), og lækka lágmarks verð í yfirtökutilboði BBR ehf. í Exista hf. úr kr. 4,62 per hlut niður í kr. 0,02 per hlut (þ.e. verðið sem BBR ehf. greiddi fyrir hvern hlut í hlutafjárhækkun Exista hf. 8. desember 2008), vegna sérstakra kringumstæðna.

Lesa meira

5.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 5. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 21. mars 2009 um ráðstöfun eigna og skulda Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis hf., kt. 540502-2770.

Lesa meira

3.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 3. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um aðra breytingu á ákvörðun Fjármálaeftirlitsins, dags. 17. mars 2009, um ráðstöfun skuldbindinga Straums - Burðaráss fjárfestingabanka hf. til Íslandsbanka hf.

Lesa meira

3.4.2009 : Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins tekin 3. apríl 2009

Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins um ráðstafanir í samræmi við kaupsamning Sparisjóðs Mýrasýslu og Nýja Kaupþings banka hf., dags. 3. apríl 2009

Lesa meira

3.4.2009 : Rannsóknir á brotum á þagnarskyldu

Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins á hugsanlegum brotum tiltekinna fréttamanna á ákvæðum um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki, hafa eðlilega vakið mikla athygli. Hér vegast á mikilsverð grundvallarréttindi þar sem annars vegar er réttur almennings á sem mestum upplýsingum um þau miklu áföll sem við höfum orðið fyrir undanfarna mánuði og hins vegar Stjórnarskrárvarinn réttur á friðhelgi einkalífs. Lesa meira
Síða 1 af 2

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica