Allt


Allt: júlí 2007

Fyrirsagnalisti

30.7.2007 : FME: Samanlagður hagnaður vátryggingafélaganna um 19,5 milljarðar á árinu 2006

Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna var rúmlega 19,5 milljarðar kr. árið 2006 samanborið við rúmlega 20,2 milljarða kr. árið 2005. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur birt á vefsíðu sinni töflur með sundurliðun vátryggingagreina og ársreikningum íslenskra vátryggingafélaga fyrir árið 2006.

Lesa meira

13.7.2007 : FME: Lífeyrissjóðum ekki heimilt að stunda verðbréfalán

Fjármálaeftirlitið hefur í dag birt á heimasíðu sinni túlkun á 36. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða sem kveður á um fjárfestingaheimildir lífeyrissjóða.

Lesa meira

12.7.2007 : Upplýsingasíður um MiFID á heimasíðu FME

Fjármálaeftirlitið hefur opnað sérstakar upplýsingasíður á vefsvæði sínu sem fjalla um innleiðingu á tilskipun um markaði með fjármálagerninga, svokallaða MiFID tilskipun.

Lesa meira

9.7.2007 : Aukning í málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingamálum

Nokkur aukning varð á málskotum til Úrskurðarnefndar í vátryggingarmálum á milli ársins 2005 og 2006.

Lesa meira

6.7.2007 : MiFID: Gagnagrunnur um seljanleika hlutabréfa

Í samræmi við tilskipun Evrópusambandsins um MiFID hefur Samstarfsnefnd eftirlitsaðila á evrópskum verðbréfamörkuðum, CESR, birt lista yfir seljanleika þeirra hlutabréfa sem skráð eru á skipulegan verðbréfamarkað innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Lesa meira

4.7.2007 : FME samþykkir samruna VBS Fjárfestingabanka hf. og FSP hf.

Fjármálaeftirlitið veitti þann 4. júlí sl. samþykki sitt fyrir samruna VBS Fjárfestingarbanka hf. og FSP hf. á grundvelli 106. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.

Lesa meira

4.7.2007 : Niðurstaða úttektar á starfsemi NordVest Verðbréfa hf.

Framkvæmd var athugun á starfsháttum NordVest Verðbréfa hf. (NVV) með heimsókn og gagnaöflun dagana 14. febrúar til 7. mars 2007. Athugunin beindist að ýmsum þáttum í rekstri NVV s.s. innra eftirliti, aðskilnaði starfssviða (“Kínamúrar”) og regluvörslu. Í kjölfar athugunarinnar rituðu fulltrúar Fjármálaeftirlitsins skýrslu þar sem fram koma athugasemdir eftirlitsins og kröfur um úrbætur er skyldi vera lokið innan nánar tiltekinna fresta. Voru drög að skýrslunni afhent stjórnendum NVV til yfirlestrar og voru engar athugasemdir gerðar við skýrsluna. Lesa meira

4.7.2007 : FME birtir úttekt á regluvörslu NordVest Verðbréfa hf.

Fjármálaeftirlitið hefur gert úttekt á framkvæmd reglna um verðbréfaviðskipti hjá NordVest Verðbréfum hf. Úttektin er birt á heimasíðu FME. Lesa meira

3.7.2007 : Samruni sparisjóða

Fjármálaeftirlitið veitti þann 26. janúar sl., samþykki fyrir samruna Sparisjóðs Ólafsvíkur við Sparisjóð Keflavíkur.

Lesa meira

2.7.2007 : Tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf.

Nýverið barst Fjármálaeftirlitinu beiðni frá hluthafa í Vinnslustöðinni hf. um að það tæki tilboðsverð Eyjamanna ehf. í Vinnslustöðina hf. til skoðunar og kannaði hvort forsendur væru fyrir því að breyta tilboðsverðinu á grundvelli heimildar eftirlitsins í 8. mgr. 40. gr. laga um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003 (vvl.).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 62. og 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 27. júní 2006 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins fruminnherja í tilteknu félagi vegna brots á 62. gr. og 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 63. gr. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 29. ágúst 2006 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins Glitni banka hf. vegna brots á 63. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 21. desember 2006 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins Ólaf Ólafsson, stjórnarmann í Alfesca hf., vegna brots á 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 63. gr. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 21. desember 2006 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins Actavis Group hf, kr. 500.000,- vegna brots á 63. gr. og 64. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 62. gr. og 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 21. desember 2006 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins Tommy Persson, stjórnarmann í Kaupþing banka hf., vegna brots á 62. gr. og 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

2.7.2007 : Stjórnvaldssekt vegna brots á 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti.

Þann 23. febrúar 2007 sektaði stjórn Fjármálaeftirlitsins fruminnherja í tilteknu félagi vegna brots á 63. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Lesa meira

Þetta vefsvæði byggir á Eplica