Brexit

Talsverð óvissa er uppi um fyrirkomulag útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu (ESB). Ekki er því hægt að útiloka útgöngu Bretlands úr ESB án samnings. Af þessum sökum hafa íslensk stjórnvöld sett upp sérstaka upplýsingasíðu. Allir þeir sem eiga í viðskiptum eða öðrum samskiptum við Bretland eru hvattir til að kynna sér efni síðunnar.

Frá og með þeim degi sem Bretland gengur úr ESB án samnings verður landið að óbreyttu skilgreint sem þriðja ríki, þ.e. ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á grundvelli Evrópulöggjafar á fjármálamarkaði, í samskiptum við Ísland og önnur ríki innan EES. Áhrif þess á bresk og íslensk fjármálafyrirtæki munu, eðli málsins samkvæmt, fara eftir starfsemi fyrirtækja í hverju tilviki fyrir sig.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica