Brexit

Bretland gekk úr Evrópusambandinu (ESB) 31. janúar 2020 og 1. janúar 2021 lauk aðlögunartímabili útgöngusamningsins. Frá og með 1. janúar 2021 er Bretland því ekki lengur aðili að EES-samningnum. Bretland er nú skilgreint sem þriðja ríki á grundvelli Evrópulöggjafar á fjármálamarkaði í samskiptum við Ísland og önnur ríki innan EES.

Íslensk stjórnvöld hafa sett upp upplýsingasíðu vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Allir þeir sem eiga í viðskiptum eða öðrum samskiptum við Bretland eru hvattir til að kynna sér efni síðunnar. Bresk yfirvöld hafa einnig sett á laggirnar upplýsingasíðu vegna útgöngu Bretlands úr ESB. Þar má m.a. finna leiðbeiningar fyrir viðskiptavini banka, vátryggingafélaga og annarra fjármálafyrirtækja. Breska viðskiptaháttaeftirlitið, Financial Conduct Authority (FCA), hefur einnig birt upplýsingar sem ætlaðar eru neytendum. Þá hefur framkvæmdastjórn ESB einnig sett upp upplýsingasíðu vegna Brexit.

Seðlabankinn veitir aðstoð eftir bestu getu og bendir þeim sem hafa spurningar vegna Brexit  á að senda fyrirspurnir á sedlabanki@sedlabanki.is. Seðlabankinn er þó ekki í aðstöðu til að veita upplýsingar um einstök viðskiptasambönd en getur veitt almennar upplýsingar og ráðleggingar.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica