Sérfræðistörf

Hefur þú áhuga á að sinna verkefnum fyrir Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands?

Við sérstakar aðstæður getur komið til þess að Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitið) þurfi að kalla til sérfræðinga utan stofnunarinnar til að sinna afmörkuðum verkefnum. Fjármálaeftirlitið hefur til að mynda heimild til að skipa sérfræðing til að athuga tiltekna þætti í starfsemi eða rekstri eftirlitsskylds aðila eða til að hafa að öðru leyti sértækt eftirlit með eftirlitsskyldum aðila. Þá hefur Fjármálaeftirlitið heimild til að skipa bráðabirgðastjórn yfir eftirlitsskylda aðila við sérstakar aðstæður o.fl.

Fjármálaeftirlitið tekur við ferilskrám þeirra sem gefa kost á sér til slíkra starfa, auk þess sem fyrirtæki geta gefið kost á tilteknum starfsmönnum sínum til slíkra starfa. Leitað er að einstaklingum með fjölbreytta reynslu og þekkingu á sviði lögfræði, fjármálamarkaða, reksturs og stjórnunar. Ekki er tekið við ferilskrám þeirra sem starfa hjá eftirlitsskyldum aðilum.

Mikilvægt er að ferilskráin gefi glögga mynd af menntun og reynslu viðkomandi. Ferilskrárnar verða aðgengilegar viðeigandi stjórnendum Fjármálaeftirlitsins ef til þess kemur að velja þurfi utanaðkomandi sérfræðinga til tiltekinna verkefna. Mikilvægt er að persónuupplýsingar um heimilisfang, símanúmer og póstfang fylgi ferilskránni.

Ferilskrá skal senda á ferilskra@sedlabanki.is.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica