Samstarfsaðilar

Samstarfsaðilar Fjármálaeftirlitsins eru bæði innlendir og erlendir. Meðal innlendra aðila má nefna Seðlabanka Íslands og Nasdaq Iceland hf. Fjármálaeftirlitið á einnig gott samstarf við fjármálaeftirlit Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur og hefur enn fremur fastan áheyrnarfulltrúa í þremur evrópskum eftirlitsstofununum: EBA sem annast bankaeftirlit, EIOPA sem sér um eftirlit á sviði vátrygginga og lífeyrissjóða og ESMA sem annast eftirlit á verðbréfamarkaði. Fjármálaeftirlitið á ennfremur aðild að Alþjóðasamtökum vátryggingaeftirlita (IAIS), Alþjóðasamtökum verðbréfaeftirlita (IOSCO), Alþjóðlegum framkvæmdahópi sem vinnur gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka (FATF) og Samstarfshópi um fjármálastöðugleika milli Norðurlanda og Eystrasaltsríkja (NBSG).

 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica