Almennar upplýsingar um starfsemina

Fjármálaeftirlitið er eftirlitsstofnun sem hefur eftirlit með fjármálafyrirtækjum, svonefndum eftirlitsskyldum aðilum. Starfsmenn eru nú um hundrað og sautján og eru þeir margir menntaðir á sviði hagfræði, kerfisfræði, lögfræði, verkfræði og viðskiptafræði.

Starfsemi Fjármálaeftirlitsins er samkvæmt skipuriti sem kynnt var 1. mars 2018 skipt í fjögur eftirlitssvið auk stoðþjónustu undir stjórn forstjóra. Forstjóri ákveður hvaða verkefni falla undir hvert svið eða stoðþjónustu. 

Til þess að tryggja traust og trúverðugleika Fjármálaeftirlitsins hefur stofnunin sett sér starfsreglur um viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna og meðferð trúnaðarupplýsinga.

Reglur um viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna Fjármálaeftirlitsins við eftirlitsskylda aðila er hægt að nálgast hér.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins

Yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins er í höndum þriggja manna stjórnar. Hlutverk hennar er að móta áherslur í starfi og fylgjast með starfsemi og rekstri Fjármálaeftirlitsins. Meiri háttar ákvarðanir skal bera undir stjórnina til samþykktar eða synjunar. Stjórnin ræður forstjóra sem fer með daglega stjórnun eftirlitsins.

Stjórnin hefur sett reglur um störf stjórnar. Þar er m.a. kveðið á um hæfi einstakra stjórnarmanna og hvað skuli teljast meiri háttar ákvarðanir. Stjórnin er skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra til fjögurra ára í senn. Einn þeirra er skipaður samkvæmt tilnefningu frá Seðlabanka Íslands. Varamenn eru skipaðir með sama hætti.

Hér eru starfsreglur stjórnar Fjármálaeftirlitsins.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins er skipuð eftirfarandi aðilum:

Aðalmenn

 • Ásta Þórarinsdóttir, formaður
 • Guðrún Þorleifsdóttir, varaformaður
 • Arnór Sighvatsson, fyrrverandi aðstoðarseðlabankastjóri, tilnefndur af Seðlabanka Íslands.

Varamenn

 • Friðrik Ársælsson, héraðsdómslögmaður
 • Andri Fannar Bergþórsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík
 • Guðrún Ögmundsdóttir, forstöðumaður í Seðlabanka Íslands

Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins

 • Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri 
  stutt ferilskrá
 • Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri
  stutt ferilskrá
 • Anna Mjöll Karlsdóttir, yfirlögfræðingur
 • Árni Ragnar Stefánsson, mannauðsstjóri
 • Bjarni Þór Gíslason, upplýsingatæknistjóri
 • Björk Sigurgísladóttir, framkvæmdastjóri lagalegs eftirlits og vettvangsathugana
 • Finnur Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri bankasviðs
 • Guðmar Guðmundsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs
 • Páll Friðriksson, framkvæmdastjóri markaða og viðskiptahátta
 • Rúnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri lífeyris- og vátryggingasviðs
Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica