Um FME
  • Demo mynd

Um Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð eftirlitsstofnun með sérstaka stjórn. Fjármálaeftirlitið starfar í samræmi við lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Önnur lög sem gilda um starfsemi Fjármálaeftirlitsins má nálgast hér.  Stofnunin hefur meðal annars eftirlit með starfsemi viðskiptabanka, sparisjóða, lána- og verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana, lífeyrissjóða, rekstrar- og vátryggingafélaga, kauphalla o. fl.


Um FME

Stefna Fjármálaeftirlitsins

Öflugur fjármálamarkaður er þjóðfélagslega mikilvægur. Á næstu árum má búast við örum breytingum, frekari vexti og aukinni alþjóðavæðingu. Fjármálaeftirlitið vill hafa jákvæð áhrif á þróun markaðarins og stuðla að traustri fjármálastarfsemi. Til þess þarf skýra stefnu, skilvirka innri ferla, hæft starfsfólk og fyrirmyndar upplýsingakerfi.

Fyrir fjölmiðla

Fjármálaeftirlitið gefur upplýsingar um starfsemina í samræmi við lög og upplýsingastefnu sína.

Skipurit

Samkvæmt skipuriti Fjármálaeftirlitsinsins eru eftirlitssvið þrjú og heita þau: vettvangs- og verðbréfaeftirlit, eftirlit og greiningar. Rekstrarsvið, mannauðsvið og upplýsingatæknisvið þjóna meðal annars eftirlitssviðunum þremur. Önnur svið eru skrifstofa forstjóra og svið yfirlögfræðings.

Samstarfsaðilar

Fjármálaeftirlitið á meðal annars gott samstarf við Seðlabanka Íslands, norræn fjármálaeftirlit og hefur fastan áheyrnarfulltrúa í þremur evrópskum eftirlitsstofununum.
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica