Um Fjármálaeftirlitið

Fjármálaeftirlitið er sjálfstæð eftirlitsstofnun með sérstaka stjórn. Fjármálaeftirlitið starfar í samræmi við lög um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Önnur lög sem gilda um starfsemi Fjármálaeftirlitsins má nálgast hér.  Stofnunin hefur meðal annars eftirlit með starfsemi viðskiptabanka, sparisjóða, lána- og verðbréfafyrirtækja, verðbréfamiðlana, lífeyrissjóða, rekstrar- og vátryggingafélaga, kauphalla o. fl.


Um FME

Stefna Fjármálaeftirlitsins

Öflugur fjármálamarkaður er þjóðfélagslega mikilvægur. Á næstu árum má búast við örum breytingum, frekari vexti og aukinni alþjóðavæðingu. Fjármálaeftirlitið vill hafa jákvæð áhrif á þróun markaðarins og stuðla að traustri fjármálastarfsemi. Til þess þarf skýra stefnu, skilvirka innri ferla, hæft starfsfólk og fyrirmyndar upplýsingakerfi.

Fyrir fjölmiðla

Fjármálaeftirlitið gefur upplýsingar um starfsemina í samræmi við lög og upplýsingastefnu sína.

Skipurit

Samkvæmt skipuriti Fjármálaeftirlitsins eru eftirlitssvið fjögur og heita þau: bankar, lífeyrir og vátryggingar, markaðir og viðskiptahættir og hlítingar og úttektir. Fjármál og rekstur, mannauður og upplýsingatækni þjóna meðal annars eftirlitssviðunum fjórum. Önnur svið eru skrifstofa forstjóra og svið yfirlögfræðings.

Samstarfsaðilar

Fjármálaeftirlitið á meðal annars gott samstarf við Seðlabanka Íslands, norræn fjármálaeftirlit og hefur fastan áheyrnarfulltrúa í þremur evrópskum eftirlitsstofununum.
Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica