Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins

Stutt ferilskrá

Unnur er fædd árið 1957. Hún var sett forstjóri Fjármálaeftirlisins þann 1. mars 2012 og formlega ráðin í júlí það sama ár. Unnur er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám í lögum bæði í Englandi og Kanada. Hún hefur víðtæka reynslu af störfum við fjármálatengd verkefni, opinbera stjórnsýslu og í dómskerfinu. Hún starfaði um árabil í bankaeftirliti Seðlabanka Íslands og síðar sem sérfræðingur í fjármálaþjónustu hjá EFTA skrifstofunni í Brussel við EES-samninginn. Þá var hún framkvæmdastjóri Fjölgreiðslumiðlunar samhliða því að stunda lögmennsku. Reynsla Unnar innan opinberrar stjórnsýslu felst meðal annars í skrifstofustjórn í samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu, sem settur héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og sem yfirlögfræðingur Fjármálaeftirlitsins. 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica