Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 3/2003
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um greiningardeildir/greinendur - [Ekki í gildi]
Dagsetning 28/10/2003
Starfsemi
  • Verðbréfafyrirtæki
  • Verðbréfamiðlanir
  • Viðskiptabankar
  • Sparisjóðir
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
  • Útgefendur verðbréfa
  • Lánafyrirtæki
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja við opinbera birtingu greininga og fjárfestingarráðgjafar. Leiðbeinandi tilmæli þessi eru sett fram til þess að auka traust á fjármálamarkaði og trúverðugleika markaðarins almennt. Leiðbeinandi tilmæli FME nr. 1/2001 tengjast þessum tilmælum að nokkru leyti þar sem hagsmunaárekstrar og trúverðugleiki eru aðalefni þeirra.

Umfjöllun um fjármálaráðgjöf, greiningar og upplýsingastreymi hefur verið mikil á alþjóðamarkaði og hafa ýmsir fjármálamarkaðir sett sér nýjar reglur þar að lútandi. Málefni þetta hefur jafnframt verið tekið upp innan CESR (The Committee of European Securities Regulators – forveri ESMA), vegna tilskipunar Evrópusambandsins um markaðssvik (market abuse). Í tilskipuninni er sérstaklega fjallað um birtingu greininga og einskorðast umfjöllunin ekki við fjármálafyrirtæki. Í tilmælum FME er m.a. tekið mið af væntanlegri tilskipun Evrópusambandsins, en nánari útfærslu á einstökum atriðum hennar er að finna í ráðgjöf CESR til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem gefin var út í desember 2002 og birt á heimasíðu CESR Framkvæmdastjórnin birti síðan í mars 2003 drög að framkvæmdatilskipun á vefsíðu sinni, sem byggð er á fyrrgreindri ráðgjöf CESR um útfærslu á nýrri tilskipun um markaðssvik. Í þessum drögum að tilskipun eru m.a. drög að texta hvað varðar framsetningu greininga/ráðlegginga og skyldu til að upplýsa um hagsmuni og hagsmunaárekstra. Eðlilegt er að fjármálafyrirtæki sem sjá um hinar ýmsu greiningar og fjárfestingarráðgjöf á opinberum vettvangi setji sér skriflegar starfsreglur þar að lútandi, eða uppfæri þegar settar reglur, og hafi þá tilmæli FME til hliðsjónar.

Litið er á tilmælin sem lágmarkskröfur en fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau setja sér strangari kröfur. Tilmælin eru þó ekki forskrift að reglum því skipulag og áherslur kunna að vera mismunandi frá einu fjármálafyrirtæki til annars. Að mati FME er mikilvægt að ofangreindar starfsreglur séu aðgengilegar fjárfestum. Birting slíkra reglna, á heimasíðu sem og á starfsstöð, er mikilvægur þáttur í því að fræða fjárfesta og upplýsa þá um hvaða gagn má hafa af greiningum og fjárfestingarráðgjöf og með hvaða hætti þeir geta byggt fjárfestingarákvarðanir sínar á þeim.

 Þessi tilmæli féllu úr gildi við gildistöku reglna um opinbera fjárfestingaráðgjöf, nr. 1013/2007.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2003_3.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica