Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 5/2002
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um bónusreglur vátryggjenda í lögboðnum ökutækjatryggingum
Dagsetning 5/7/2002
Starfsemi
  • Vátryggingafélög
Reifun

Fjármálaeftirlitið setur leiðbeinandi tilmæli um bónusreglur vátryggjenda í lögboðnum ökutækjatryggingum Tilgangur bónusreglna er sá að ákveða iðgjöld miðað við einstaklingsbundna tjónareynslu, og er almennt talið að slíkt fyrirkomulag hafi í för með sér tiltekin varnaðaráhrif og hvetji ökumenn til aukinnar aðgætni í umferðinni, auk þess sem bónusreglur leiði til sanngjarnari og eðlilegri skiptingar iðgjalda á milli vátryggingataka.

Þeir vátryggjendur sem bjóða lögboðnar ökutækjatryggingar hér á landi notast allir við bónusreglur. Fjármálaeftirlitið telur á hinn bóginn upplýst að ekki sé að öllu leyti farið eftir þessum reglum. Oft á tíðum eru viðskiptavinir með hagstæðari bónus en tjónareynsla þeirra segir til um, bæði þegar þeir hefja viðskipti og í framhaldi af tjónum. Fjármálaeftirlitið gerir ekki athugasemd við það að viðskiptavinir fái í einhverjum tilvikum hagstæðari iðgjöld en bónusreglur segja til um, en leggur áherslu á að bónusreglur séu ekki notaðar til þess að ákveða iðgjöld viðskiptavina út frá öðrum sjónarmiðum en tjónareynslu, enda eru bónusreglur ekki forsenda þess að hægt sé að ákveða einstaklingsbundin iðgjöld eða semja við hvern og einn viðskiptavin eftir aðstæðum.

Bónusreglur eru hluti þeirra kjara sem vátryggjendur bjóða í tengslum við lögboðnar ökutækjatryggingar. Fjármálaeftirlitið telur eðlilegt að viðskiptavinir séu upplýstir um það hvernig reglur þessar eru uppbyggðar og hver réttur þeirra samkvæmt þeim er hverju sinni. Bónusreglur vátryggjenda skulu því vera bindandi fyrir vátryggjandann á sama hátt og almennir vátryggingaskilmálar, þannig að þeim verði ekki breytt með íþyngjandi hætti nema með tilkynningu þar um til vátryggingataka, og taki þá ekki gildi fyrr en við næstu endurnýjun samnings. Slík tilhögun ætti að gera vátryggingataka kleift að taka betur mið af bónusreglum við val á vátryggjanda þar sem hann gæti treyst því að reglurnar yrðu óbreyttar gagnvart honum allt vátryggingatímabilið.

Fjármálaeftirlitið mun beita sér fyrir því að vátryggjendur, innlendir sem erlendir, fari eftir leiðbeinandi tilmælum um bónusreglur í lögboðnum ökutækjatryggingum eftir því sem við á hverju sinni.

Skjöl LT-52002.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica