Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 7/2002
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um starfshætti vátryggingamiðlara - [Ekki í gildi]
Dagsetning 20/12/2002
Starfsemi
  • Vátryggingamiðlanir
  • Vátryggingamiðlarar
Reifun

Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með að starfshættir vátryggingamiðlara séu í samræmi við lög og reglur sem um starfsemi vátryggingamiðlara gilda.

Fjármálaeftirlitið hefur í samskiptum sínum við neytendur og vátryggingamiðlara og starfsfólk þeirra orðið vart við þörf á reglum um starfshætti vátryggingamiðlara og vátryggingasölumanna sem starfa á vegum þeirra. Reglugerð nr. 853/1999 um miðlun vátrygginga tekur að mörgu leyti til starfshátta vátryggingamiðlara en nær einungis að litlu leyti til starfshátta þeirra vátryggingasölumanna sem starfa á vegum viðkomandi vátryggingamiðlara.

Eftirfarandi tilmæli eru því að miklu leyti unnin í tilefni af þeim erindum og athugasemdum sem Fjármálaeftirlitinu hafa borist og má sem dæmi um slíkt nefna ákvæði 9. gr. og 14. gr. tilmælanna. Einnig hefur verið litið til tilskipunar Evrópusambandsins um miðlun vátrygginga, og reglna annarra Evrópuþjóða og samtaka innan þeirra um miðlun vátrygginga en sem dæmi um slíkt má nefna reglur Samtaka breskra vátryggjenda (Association of British Insurers) um starfshætti þeirra sem starfa við miðlun vátrygginga annarra en starfsleyfishafanna sjálfra.

Efni þessara tilmæla er fallið úr gildi.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_2002_7.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica