Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Leiðbeinandi tilmæli

Málsnúmer 2/2006
Heiti Leiðbeinandi tilmæli um afleiðunotkun verðbréfasjóða
Dagsetning 30/3/2006
Starfsemi
  • Rekstrarfélög verðbréfasjóða
Reifun

Þær breytingar sem tilskipun 2001/108/EB hafði í för með sér á móðurtilskipun EES um verðbréfasjóði (UCITS), tilskipun 85/611/EB, var að fjölga tegundum fjármálagerninga sem verðbréfasjóðum er heimilt að fjárfesta í ásamt því að heimila verðbréfasjóðum að nýta nýjustu fjárfestingaraðferðir. Er verðbréfasjóðum nú heimilt að nýta afleiður sem hluta af almennri fjárfestingarstefnu og til þess að verja stöður. Hafa framangreindar reglur, m.a. um afleiðunotkun verðbréfasjóða, verið innleiddar hérlendis með lögum nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði, og reglugerð nr. 792/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði.

Annað markmið framangreindra breytinga var að tryggja vernd fjárfesta. Í tilskipuninni, sbr.  lög nr. 30/2003 og reglugerð nr. 792/2003, er að finna ítarlegar kröfur um áhættustýringu. Rekstrarfélögum ber því að ráða yfir eftirlitskerfi með áhættu sem gerir þeim kleift að vakta, meta og stýra áhættu einstakra eigna og eignasafns verðbréfasjóðs á hverjum tíma, einkum með tilliti til afleiðna. Rekstrarfélögum ber jafnframt að ráða yfir kerfi sem gerir þeim kleift að meta með nákvæmum og óháðum hætti virði afleiðna sem viðskipti eiga sér stað með utan skipulegra verðbréfamarkaða. Í því skyni að stuðla að samræmdri vernd fjárfesta á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES) og til að jafna samkeppnisstöðu rekstrarfélaga og verðbréfasjóða í aðildarríkjum EES taldi  framkvæmdastjórn ESB nauðsynlegt að skilgreina sameiginlegar grunnreglur um mat á áhættu sem eftirlitsstjórnvöld einstakra aðildarríkja skyldu fara eftir.

Þann 27. apríl 2004 gaf framkvæmdastjórn ESB út leiðbeiningar 2004/383/EB, um afleiðunotkun verðbréfasjóða. Unnið var að framangreindum leiðbeiningum á vettvangi UCITS Contact Committee, nefndar á vegum Framkvæmdastjórnar ESB. Á þessum grundvelli setur Fjármálaeftirlitið leiðbeinandi tilmæli um afleiðunotkun verðbréfasjóða. Í tilmælum þessum, sem byggja á leiðbeiningum Framkvæmdastjórnarinnar, eru sett fram ákveðin grunnskilyrði sem þurfa að vera til staðar vegna afleiðunotkunar verðbréfasjóða  með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tilskipun 85/611/EBE, sbr. lög nr. 30/2003 og reglugerð nr. 792/2003. Tilmælunum er ekki ætlað að vera tæmandi leiðbeining um afleiðunotkun verðbréfasjóða heldur eru settar fram ákveðnar meginreglur sem grundvöllur fyrir sameiginlegar aðferðir vegna áhættustýringar verðbréfasjóða.

Leiðbeiningar framkvæmdastjórnarinnar byggja jafnframt á tilteknum meginreglum sem koma fram í tilskipun 2000/12/EB, um stofnun og rekstur lánastofnana. Umræddar meginreglur sem hér skipta máli hafa verið innleiddar með reglum nr. 530/2003, um eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja. Í tilmælunum er vísað til viðeigandi ákvæða í reglum nr. 530/2003 þar sem við á.

Skjöl Leidbeinandi_tilmaeli_-2_2006_Afleidunotkun-verdbrefasjoda.pdf

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica