Leitarvél

Leit í lögum og tilmælum: Sláið inn efnisorð og/eða veljið úr valmyndinni hér til hliðar.

Áætlun Seðlabanka Íslands um setningu reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla 2022 – 2023

Áætlun Seðlabanka Íslands um setningu reglna og leiðbeinandi tilmæla er til tveggja ára. Áætlunin hefur að geyma heiti þeirra reglna og leiðbeinandi tilmæla sem gert er ráð fyrir að verði unnin á þessu tímabili, flokkað eftir mörkuðum og með áætlaða tímasetningu um það hvenær viðkomandi verkefni lýkur. Einnig eru í áætluninni stuttar skýringar/athugasemdir til að veita viðbótarupplýsingar um uppruna einstakra verkefna.

Í áætluninni felst ekki skuldbinding um að reglur eða leiðbeinandi tilmæli verði tilbúin á áætluðum tíma. Þess í stað er með upplýsingunum leitast við að undirbúa eftirlitsskylda aðila fyrir væntanlegar breytingar. Áætlunin verður endurskoðuð reglulega sem getur leitt til þess að við bætast ný verkefni eða að forgangsröðun fyrirliggjandi verkefna breytist. Því ber ekki að líta á áætlunina sem tæmandi yfirlit yfir fyrirhuguð verkefni vegna setningar reglna og útgáfu leiðbeinandi tilmæla.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica