Jón Þór Sturluson, aðstoðarforstjóri Fjármálaeftirlitsins

Stutt ferilskrá

Jón Þór lauk grunn- og meistaraprófi í hagfræði frá Háskóla Íslands og síðar doktorsprófi frá Viðskiptaháskólanum í Stokkhólmi (Stockholm School of Economics). Hann hefur umtalsverða þekkingu á fjármálamarkaðinum og áhrifaþáttum fjármálastöðugleika og þjóðhagsvarúðar í gegnum kennslu, rannsóknir og ráðgjafarverkefni ýmiskonar. Stærstum hluta starfsferils síns hefur hann varið innan fræðasamfélagsins. Hann vann um árabil við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, var dósent við Háskólann á Bifröst og dósent við Háskólann í Reykjavík. Jón Þór sat í bankaráði Seðlabanka Íslands um tveggja ára skeið, var aðstoðarmaður viðskiptaráðherra og ráðgjafi utanríkisráðherra í efnahags- og ríkisfjármálum.

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica