Eftirlitsstarfsemi

Starfsleyfi

Eitt af meginverkefnum Fjármálaeftirlitsins er að veita fyrirtækjum leyfi til að starfa á fjármálamarkaði á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki og vátryggingastarfsemi.

Samkvæmt 53. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða veitir Fjármálaráðherra starfsleyfi að veittri umsögn Fjármálaeftirlitsins.

Um starfsleyfisumsóknir vátryggingafélaga fer skv. VI. kafla laga nr. 100/2016 um vátryggingastarfsemi og um starfsleyfisumsóknir vátryggingamiðlara fer skv. II. kafla laga nr. 32/2005 um miðlun vátrygginga. Fjármálaeftirlitið veitir nánari upplýsingar um veitingu starfsleyfa á vátryggingamarkaði ef óskað er.

Fjármálaeftirlitið veitir fyrirtækjum starfsleyfi sem fjármálafyrirtæki sbr. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.).  Í 1. mgr. 3. gr. fftl.er talið upp hvaða starfsemi er starfsleyfisskyld og 4. gr. fftl. kveður á um tegundir starfsleyfa.

Nánari upplýsingar um skilyrði starfsleyfis fjármálafyrirtækis og innheimtuþjónustu er hægt að nálgast í valstikunni hér til hliðar.

Hér má finna starfsheimildir fjármálafyrirtækja.

 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica