Eftirlitsstarfsemi

Spurt og svarað

.

Spurning 1: Hvenær telst innlán jafnframt vera peningamarkaðsgerningur skv. 7. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 128/2011?

Svar: Þegar gefið er út innlánsskilríki sbr. 114. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki, sem uppfyllir skilyrði viðskiptabréfa og líftími eða endurmatstímabil arðsemi þess er ekki umfram 397 daga. Innlán, þ.m.t. svokallaðir innlánssamningar, teljast ekki til peningamarkaðsgerninga nema innlánsskírteini hafi verið gefið út.

Spurning 2: Hvað ef ekki er unnt að reikna hlutfall fjárfestingar samkvæmt 2.-4. tölul. 40. gr. laga nr. 128/2011?

Svar: Ef ekki er unnt að reikna hlutfall fjárfestingar samkvæmt 2.-4. tölul. 40. gr. á þeim tíma þegar fjárfesting á sér stað skal verðbréfasjóður reikna hlutfall um leið og fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir. Ef fjárfesting er umfram leyfileg mörk 2.-4. tölul. 40. gr. laganna þegar fullnægjandi upplýsingar liggja fyrir skal fara með fjárfestinguna í samræmi við 43. gr.
Ef fyrirsjáanlegt er við töku ákvörðunar að ekki sé unnt að reikna hlutfall til framtíðar er fjárfesting óheimil.

Spurning 3: Á að miða hlutfall fjárfestingar samkvæmt 40. gr. laga nr. 128/2011 við heildarfjölda útgefinna bréfa eða útistandandi bréf, þ.e. útgefin bréf að frádregnum eigin bréfum útgefanda?

Svar: Fjármálaeftirlitið miðar hlutfall fjárfestingar samkvæmt 40. gr. við heildarfjölda útgefinna bréfa.

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica