Eftirlitsstarfsemi

Sjóðir og rekstraraðilar

Rekstrarfélög verðbréfasjóða undir eftirliti Fjármálaeftirlitsins eru tíu talsins og hefur fjöldi þeirra verið óbreyttur frá árinu 2014.

Rekstrarfélög verðbréfasjóða starfa samkvæmt lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði nr. 128/2011. Með lögunum er UCITS (Undertakings for the Collective Investment of Transferable Securities) tilskipun Evrópusambandsins innleidd í íslenskan rétt. UCITS tilskipunin fjallar um rétt til að reka og markaðssetja verðbréfasjóði innan Evrópusambandsins.

Að auki fjalla lögin um skilyrði fyrir rekstri og markaðssetningu fjárfestingarsjóða og fagfjárfestasjóða hér á landi.

Rekstur og markaðssetning verðbréfasjóða og fjárfestingarsjóða er ekki heimil öðrum en rekstrarfélögum verðbréfasjóða. Óheimilt er að markaðssetja fagfjárfestasjóði til annarra en fagfjárfesta hér á landi hvort sem þeir eru í rekstri rekstrarfélaga verðbréfasjóða eða annarra.

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica