MiFID II og MiFIR

Lög nr. 115/2021 um markaði fyrir fjármálagerninga tóku gildi 1. september 2021. Lögin innleiða ákvæði MiFID II tilskipunarinnar auk þess sem þau veita MiFIR reglugerðinni og tveimur framseldum reglugerðum framkvæmdastjórnar ESB lagagildi.

Gildissvið MiFID II er víðtækara en í MiFID I regluverkinu og nær til að mynda til samsettra innstæðna. Ný tegund viðskiptavettvangs, skipulegt markaðstorg, er kynnt til sögunnar. Þá eru gerðar meiri kröfur um veitingu starfsleyfis, skipulagskröfur, fjárfestavernd og viðskiptahætti verðbréfafyrirtækja.

MiFIR reglugerðin felur í sér víðtækar kröfur um gagnsæi fyrir og eftir viðskipti. Þá er Seðlabanka Íslands, ásamt öðrum lögbærum yfirvöldum á EES-svæðinu færðar valdheimildir til að hlutast til um markaðssetningu, dreifingu eða sölu tiltekinna fjármálaafurða og samsettra innstæðna með tiltekin einkenni, að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Íhlutunarheimildir geta einnig náð til tiltekinnar fjármálastarfsemi eða framkvæmdar á fjármálamarkaði. ESMA og EBA fá einnig valdheimildir til að beita tímabundnum afurðaíhlutunum.

Seðlabanki Íslands tekur á móti fyrirspurnum vegna MiFID II og MiFIR í gegnum netfangið: mifid2@sedlabanki.is.

Afleiddar gerðir

Gagnlegt efni

 

Glærukynningar frá MiFID II / MiFIR kynningarfundi 13. febrúar 2019

Fjármálaeftirlitið hélt, hinn 13. febrúar 2019, kynningarfund á völdum atriðum úr MiFID II og MiFIR.

 

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica