Eftirlitsstarfsemi

Starfsemi erlendra aðila á Íslandi

Erlendu fjármálafyrirtæki og erlendu vátryggingafélagi, sem hefur staðfestu og starfsleyfi í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins, er samkvæmt lögum heimilt að veita þjónustu hér á landi án stofnunar útibús. Ekki er heimilt að hefja slíka þjónustu fyrr en Fjármálaeftirlitið hefur fengið tilkynningu þar að lútandi frá lögbærum yfirvöldum í heimaríki fyrirtækisins. Heimildir til að veita þjónustu hér á landi erlendis frá verða þó aldrei víðtækari en starfsheimildir fyrirtækisins í heimaríki þess.  

Eftirfarandi yfirlit sýnir fjölda aðila/félaga í árslok 2017 sem höfðu heimild til að veita þjónustu hér á landi á grundvelli reglna sem gilda á Evrópska efnahagssvæðinu:

Erlendir bankar án starfsstöðvar 337
Verðbréfasjóðir (UCITS) 93 (807 deildir)
Verðbréfafyrirtæki/- miðlarar (investment firms) 2566
Vátryggingafélög með starfsstöð 2
Vátryggingafélög án starfsstöðvar 411
Erlendar greiðslustofnanir án starfsstöðvar 343
 Vátryggingamiðlarar og vátryggingaumboðsmenn 5960
 Erlendar greiðslustofnanir með umboðsaðila  2
 Erlend rafeyrisfyrirtæki án starfsstöðvar  147
 Erlend rafeyrisfyrirtæki með dreifingaraðila  1
 Lánamiðlun  9
 Rekstraraðilar sérhæfðra sjóða  94

Umfjöllun og lista yfir erlend vátryggingafélög, vátryggingamiðlara og umboðsmenn og verðbréfasjoði (UCITS) sem hafa tilkynnt starfsemi sína inn á íslenska fjármálamarkaðinn er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Erlend vátryggingafélög

Fjármálaeftirlitið heldur úti skrá yfir þau erlendu vátryggingafélög á Evrópska efnahagssvæðinu sem heimild hafa til að starfrækja útibú eða að veita þjónustu hér á land án starfsstöðvar, skv. 124. og 126. gr. laga um vátryggingastarfsemi nr. 100/2016. Erlendu vátryggingafélögin hafa leyfi í þeim greinaflokkum vátrygginga sem tilgreindir eru, en heiti greinaflokkanna er að finna í 20. og 22. gr. laganna.

Hér sjá lista yfir erlend vátryggingafélög sem hafa tilkynnt að þau munu veita þjónustu hér á landi án starfsstöðvar eða starfrækja útibú.

Erlendir vátryggingamiðlarar og vátryggingaumboðsmenn

Samkvæmt 55 gr. laga um miðlun vátrygginga nr. 32/2005 geta vátryggingamiðlarar og vátryggingaumboðsmenn sem skráðir eru eða hafa starfsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu, stofnsett útibú hér á landi eða veitt þjónustu án starfstöðvar einum mánuði eftir að Fjármálaeftirlitið hefur borist tilkynning frá lögbæru yfirvaldi í heimaríki viðkomandi um fyrirhugaða starfsemi. Fjármálaeftirlitinu hefur borist nokkur fjöldi slíkra tilkynninga. Fjármálaeftirlitið veitir upplýsingar um þær tilkynningar sem borist hafa.

Erlendir verðbréfasjóðir

Samkvæmt 44. gr. laga nr. 128/2011 getur erlendur verðbréfasjóður með staðfestu og staðfestingu í öðru ríki innan Evrópska efnahagssvæðisins markaðssett skírteini sín hér á landi. Hér er listi yfir þá erlendu verðbréfasjóði sem hafa tilkynnt um fyrirhugaða markaðssetningu hér á landi.

Umboðsaðilar erlendra greiðslustofnana

Veiting þjónustu greiðslustofnana yfir landamæri með eða án stofnunar útibús eða í gegnum umboðsaðila er heimil samkvæmt F og G hluta II kafla laganna. Samkvæmt 1. mgr. 13. gr. a laga nr. 120/2011 um greiðsluþjónustu heldur Fjármálaeftirlitið skrá yfir greiðslustofnanir. Í skránni skal tilgreina helstu upplýsingar um greiðslustofnanir, svo sem um starfsheimildir og, ef við á, um umboðsaðila og útibú.

Lista yfir umboðsaðila erlendra greiðslustofnana má finna hér.

Dreifingaraðilar erlendra rafeyrisfyrirtækja

Samkvæmt 1. mgr. 36. gr. laga nr. 17/2013 um útgáfu og meðferð rafeyris er rafeyrisfyrirtæki heimilt að dreifa eða innleysa rafeyri fyrir milligöngu umboðsaðila (dreifingaraðila) og skal tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það fyrir fram. Fjármálaeftirlitið heldur skrá yfir rafeyrisfyrirtæki samkvæmt lögunum. Í skránni skal tilgreina helstu upplýsingar um rafeyrisfyrirtæki, svo sem um starfsheimildir og, ef við á, um umboðsaðila (dreifingaraðila) og útibú. Fjármálaeftirlitið skráir umboðsaðila (dreifingaraðila) erlendra rafeyrisfyrirtækja í skrá skv. 17. gr., sbr. 2. mgr. 36. gr. laganna.

Lísta yfir dreifingaraðila erlendra rafeyrisfyrirtækja má finna hér.

Útibú/umboðsaðilar/dreifingaraðilar erlendra aðila með staðfestu á Íslandi[

Erlendur aðili

Erlendur aðili Útibú/umboðsaðili/dreifingaraðili Nafn Heimilisfang  Tegund þjónustu 
 Allianz Lebensversicherungs AG Útibú vátryggingafélagsAllianz Ísland hf.Dalshraun 23, 220 Hafnarfirði Líftryggingar, gr. II og III. 
 Allianz Versicherungs AG Útibú vátryggingafélags Allianz Ísland hf.Dalshraun 23, 220 HafnarfirðiSkaðatryggingar, greinafl. 13, 16 
MoneyGram International SPRL Umboðsaðili greiðslustofnunarBasko verslanir ehf.Reykjavíkurvegur 76, 220 HafnarfirðiPeningasending (Money remittance) 
Western Union Payment Services Ireland LimitedUmboðsaðili greiðslustofnunarLandsbankinn hf.Austurstræti 11, 155 ReykjavíkPeningasending (Money remittance) 
Western Union Payment Services Ireland LimitedUmboðsaðili greiðslustofnunarÍslandspóstur ohf. Stórhöfði 29, 110 ReykjavíkPeningasending (Money remittance) 
American Express Payments Europe S.L.Umboðsaðili greiðslustofnunar Borgun hf.Ármúli 30, 108 ReykjavíkFærsluhirðing (Acquiring of payment transactions) 
American Express Payment Services Limited Umboðsaðili greiðslustofnunar Borgun hf.Ármúli 30, 108 ReykjavíkFærsluhirðing (Acquiring of payment transactions) 
Prepaid Financial Services LtdDreifingaraðili rafeyrisfyrirtækisiKort ehf.Skipholt 25, 105 ReykjavíkDreifing/innlausn (Distribution/Redemtion of electric money) 
Prepaid Services Company LimitedDreifingaraðili rafeyrisfyrirtækisBasko Verslanir ehf.Reykjavíkurvegur 76, 220 HafnarfirðiDreifing á rafeyri (Distribution of electric money)  


Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica