Eftirlitsstarfsemi

Tæknistaðlar og afleiddar gerðir

Hvað eru tæknistaðlar?

CRD IV mun fylgja fjöldi framkvæmdarreglugerða sem innleiða svonefnda tæknistaðla. Tæknistaðlarnir eru nokkurs konar æðra sett tilmæli evrópsku eftirlitsstofnananna (EBA/ESMA/EIOPA). Þeir eru að fullu unnir hjá umræddum stofnunum með aðkomu sérfræðinga eftirlitanna, en á grundvelli skyldu til að setja tæknistaðla sem mælt er fyrir um í CRD IV eða annarri afleiddri löggjöf á sviði fjármálaþjónustu. Tæknistaðlarnir verða síðar gefnir út af hálfu Framkvæmdastjórnar ESB sem framkvæmdarreglugerðir (e. implementing regulations). 

Tæknistaðlarnir geta verið RTS (e. regulatory technical standards, eða tæknilegir eftirlitsstaðlar) eða ITS (e. implementing technical standards, eða tæknilegir framkvæmdastaðlar) og varða nánari framkvæmd ákvæða tilskipunar 2013/36/ESB eða reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Fjöldi tæknistaðlanna verður umtalsverður en alls fyrirfinnast um 100 ákvæði í CRD IV sem fela í sér skyldur eða heimildir fyrir EBA til að setja tæknistaðla. Tæknistaðlarnir eru mis umfangsmiklir. Sumir eru stuttir, aðrir ítarlegir. Sumir fela í sér skýrsluform, en aðrir viðbótarskilyrði eða ítarlegri reglur en fyrirfinnast í CRD IV.

Hægt er að fylgjast með framgangi setningar tæknistaðla og afleiddra gerða sem byggja á CRD IV löggjöfinni á vef Framkvæmdastjórnar ESB. Upplýsingarnar eru uppfærðar með reglubundnum hætti en þeim er skipt upp eftir því hvort um er að ræða tæknilega eftirlitsstaðla (Opnast í nýjum vafraglugga) , eða tæknilega framkvæmdastaðla (Opnast í nýjum vafraglugga).

Hvað eru afleiddar gerðir?

Auk tæknistaðlanna mun CRD IV löggjöfinni fylgja mikilvægar afleiddar gerðir (e. delegated acts) vegna útreiknings á vogunarhlutfalli og lausafjárhlutfalli (sjá nánar í viðeigandi umfjöllununum undir CRD IV flipanum). Afleiddu gerðirnar eru settar af hálfu Framkvæmdastjórnar ESB og mæla fyrir samræmdum útreikningum á vogunarhlutfalli og lausafjárhlutfalli á Evrópska efnahagssvæðinu. Gert er ráð fyrir að umræddar gerðir verði innleiddar hér á landi með stjórnvaldsfyrirmælum settum af hálfu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands.

Hvaða tæknistaðla og afleiddar gerðir þurfa eftirlitsskyldir aðilar að þekkja sérstaklega?

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman upplýsingar um þá tæknistaðla og afleiddu gerðir sem þeir eftirlitsskyldu aðilar, sem falla undir CRD IV löggjöfina, þurfa að kynna sér. Upplýsingar ásamt tenglum á tæknistaðla og afleiddar gerðir er að finna í meðfylgjandi töflu.

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica