Eftirlitsstarfsemi

Spurt og svarað

Fjármálaeftirlitið birtir fyrirspurnir sem borist hafa á netfangið crdiv@fme.is og svör stofnunarinnar við þeim, ef talið er að svörin feli í sér hagnýtar upplýsingar fyrir önnur fjármálafyrirtæki hér á landi. Fjármálaeftirlitið brýnir þó fyrir íslenskum fjármálafyrirtækjum að kynna sér heimasíðu Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar og svör hennar við fyrirspurnum fjármálafyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu, áður en fyrirspurn er send til eftirlitsins.

Gagnaskil

A. Almennar fyrirspurnir vegna gagnaskila

1. Vegna styttri skilafresta á CRD IV gögnum er hætta á að uppgjör hafi ekki verið endurskoðuð áður en skila þarf gögnum. Hvernig komu styttri skilafrestir til?

Svar: Fjármálafyrirtækjum ber að skila á þeim dagsetningum sem fastsettar hafa verið í tæknilegum eftirlitsstaðli um gagnaskil, sbr. reglugerð (ESB) nr. 680/2014 með áorðnum breytingum . Unnið verður eftir nýjum skilafrestum á árinu 2016. Almenna reglan er að FINREP skýrslan þarf að byggja á uppgjöri sem hefur verður endurskoðað. Ef endurskoðað uppgjör liggur ekki fyrir þarf engu að síður að skila innan tilskilins frests. Skila þarf tafarlaust nýrri FINREP skýrslu sem byggir á endurskoðuðu uppgjöri ef endurskoðunin hefur í för með sér breytingar og kemur hún þá í stað fyrri skýrslunnar. Sjá einnig svar EBA við tengdu efni. (Opnast í nýjum vafraglugga)

B. Fyrirspurnir varðandi FINREP

Allar fyrirspurnir varðandi FINREP og COREP eru birtar í sömu röð og þær töflur sem koma fyrir í skýrslunum. Almennar fyrirspurnir sem tengjast FINREP eru birtar fremst.

2. Mun FME vera með sambærilegar kröfur og EBA varðandi skilatíðni og efni fyrir viðskiptabanka sem gera upp á samstæðugrunni í samræmi við IFRS?

Svar: Skilatíðni og efni viðskiptabanka fara eftir reglugerð (ESB) nr. 680/2014 án frávika.

3. Hvar flokkast hlutdeildarfélög (Associates) í töflu F4 í FINREP IFRS?

Svar:
Eignir í hlutdeildarfélögum færast í röð 260 í töflu F1.1. Í þá röð eru færðar fjárfestingar í dótturfélögum, félögum í sameiginlegri eigu og hlutdeildarfélögum. Í þessari röð eru færðar eignir í hlutdeildarfélögum sem ekki eru tekin með í samstæðuuppgjöri að hluta eða að fullu. Ekki þarf að sundurliða þau hlutdeildarfélög í töflu F4.

4. Er í töflu F12 um að ræða heildargreiningu á niðurfærslum, afskriftum og afföllum? Er liðurinn „transfer between allowances“ hugsaður í samræmi við nýja IFRS9 staðalinn?

Svar: Já, í töflunni þarf að gera grein fyrir uppsafnaðri breytingu fyrir það tímabil sem um ræðir hverju sinni, þ.e. Q1, Q2, Q3 eða Q4. Liðurinn „transfer between allowances“ miðast við IAS 39.

5. Í töflu F14 „changes in fair value for the period“, er átt við innan fjórðungs eða frá áramótum?

Svar: Hér er átt við breytingar á gangvirði á viðkomandi ársfjórðungi.

6. Þarf að að fylla út dálk E í töflu 15 „Carrying amount“ í FINREP IFRS og svo annað hvort „Of which: securitizations“ eða „Of which: repurchase agreements“? Þarf að flokka fjármunina sem fást fyrir verðbréf sem eru afhent í endurhverfum viðskiptum?

Svar: Fylla þarf út í dálk 010 í töflu F15 eftir því sem við á, þar af fjárhæðir í dálka 020 og 030, eftir því hvort um er að ræða endurhverf viðskipti eða verðbréfun. Ekki verður séð að flokka þurfi fjármuni sem fást fyrir afhent bréf í töflu F15. Vísað er til leiðbeininga EBA, Annex V part 2.88-2.93.

7. Í töflu F15 er þar átt við eignir sem eru farnar úr húsi vegna endurhverfra viðskipta eða verðbréfunar  eða eignir sem eru veðsettar vegna lántöku/útgáfu?

Svar: Hvort tveggja. Vísað er til leiðbeininga EBA, Annex V part 2.88-2.93.

8. Hvaða upplýsingar eiga að fara inn í töflu F17 (Reconciliation between IFRS and CRR scope of consolidation)?

Svar: Eftirlitsaðilar geta heimilað að dótturfélög skuli vera utan samstæðu í FINREP. Tilgangur þessarar töflu er að leiða í ljós mun á reikningshaldslegum samstæðuskilum og CRR samstæðuskilum (FINREP), ef veittar hafa verið undanþágur.  

9. Í töflum F20.4-20.7 er óskað eftir landaskiptingu á mótaðila. Verður hægt að draga þetta saman eftir helstu viðskiptalöndum og setja annað í „other“? Hver er þröskuldurinn?

Svar: Þröskuldurinn er er skilgreindur í 5. gr. reglugerðar (ESB) nr. 680/ 2014. Nota á hlutfallið milli reita 850 og 860 (Total non-domestic original exposures/Total original exposures) í töflu C 04.00 í COREP skýrslunni, en þessum hluta Corep töflunnar C4 ber að skila í þessum tilgangi. Ef hlutfallið er jafnt eða hærra en 10%, tvö skipti í röð ber að skila töflum 20.1 til 20.7, næstu skipti þar á eftir. Ef farið er niður fyrir hlutfallið í þrjú skipti í röð þarf ekki að skila í næstu skipti á eftir. Sérstakar reglur gilda um fyrstu tvö raunskil og þær má finna í 4. grein framangreindrar reglugerðar.

Þetta skjal var síðast uppfært þann 11. janúar 2016. Fleiri fyrirspurnir og svör FME við þeim bíða birtingar. Þessi síða verður uppfærð reglulega fram til 1. mars 2016.

 

Til bakaLanguage


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica