Gagnvirkt safn ESMA yfir regluverk

ESMA starfrækir gagnvirkt safn yfir valið regluverk á vefsíðu sinni. Í safninu eru MiFID2 tilskipunin, MiFIR reglugerðin, UCITS tilskipunin og CRAR reglugerðin en unnið er að því að bæta fleiri gerðum við safnið.

Í hinu gagnvirka safni er að finna yfirlit yfir öll ákvæði gerðanna ásamt tenglum á skjöl sem byggja á viðkomandi ákvæði. Til að mynda er í safninu hægt að nálgast löggjöf sem Framkvæmdastjórn ESB hefur gefið út og viðmiðunarreglur, álit og Q&A ESMA.

Safnið er aðgengilegt hér: https://www.esma.europa.eu/rules-databases-library/interactive-single-rulebook-isrb

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica