Alternative Investment Fund Managers Directive

Ísland hefur skuldbundið sig til að innleiða tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2011/61/ESB er varðar Alternative Investment Fund Managers Directive, eða AIFMD. Með fyrirhuguðum lögum verður til nýr eftirlitsskyldur aðili, þ.e. rekstraraðili sérhæfðra sjóða, en undir hugtakinu sérhæfðir sjóðir falla allir aðrir sjóðir en verðbréfasjóðir (UCITS). 

Með lögunum er í fyrsta sinn sett heildarumgjörð um rekstraraðila sérhæfðra sjóða en engin heildstæð löggjöf hefur hingað til gilt hér á landi um starfsemi slíkra aðila. Lögin munu gilda um rekstraraðila sem reka eða markaðssetja einn eða fleiri sérhæfða sjóði hér á landi eða í öðrum ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), án tillits til rekstrarforms rekstraraðila, rekstrarforms sérhæfðra sjóða, og því hvort sérhæfðir sjóðir eru opnir eða lokaðir.

Tilgangur AIFMD tilskipunarinnar er að koma á samræmdu regluverki fyrir starfsemi rekstraraðila sérhæfðra sjóða á innri markaði EES og tekur hún því bæði til evrópskra rekstraraðila og rekstraraðila utan EES sem markaðssetja sjóði innan svæðisins. Markmið með innleiðingu á ákvæðum AIFMD og tengdra gerða í íslenskan rétt, eins og þær hafa verið teknar upp í EES-samninginn, er að samræma regluverk milli aðildarríkja, tryggja einsleitni á innri markaði EES, s.s. varðandi starfsleyfi, skipulagskröfur og eftirlit, tryggja fjármálastöðugleika, auka fjárfestavernd og efla traust og eftirlit á starfsemi sérhæfðra sjóða og rekstraraðila þeirra. 

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica