Starfsleyfi, skráningar og virkur eignarhlutur

Eitt af verkefnum Fjármálaeftirlitsins er að veita fyrirtækjum, og í sumum tilvikum einstaklingum, leyfi til að starfa á fjármálamarkaði. Fjármálafyrirtæki getur fengið starfsleyfi sem viðskiptabanki, sparisjóður eða lánafyrirtæki/fjárfestingabanki. Vísað er til þessara fyrirtækja sem lánastofnana. Fjármálafyrirtæki getur einnig fengið starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki eða rekstrarfélag verðbréfasjóða. Fjármálaeftirlitið veitir einnig vátryggingafélögum, rafeyrisfyrirtækjum, greiðslustofnunum, innheimtuaðilum og vátryggingamiðlurum (bæði einstaklingum og lögaðilum) starfsleyfi.

Sumir aðilar eru ekki starfsleyfisskyldir hjá Fjármálaeftirlitinu en eru skráningarskyldir. Þessir aðilar eru lánveitendur og lánamiðlarar skv. lögum um fasteignalán, þjónustuveitendur viðskipta milli sýndarfjár, rafeyris og gjaldmiðla, þjónustuveitendur stafrænna veskja og gjaldeyrisskiptastöðvar.

Fjármálaeftirlitið metur einnig hvort aðilar séu hæfir til að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtækjum, vátryggingafélögum, greiðslustofnunum eða rafeyrisfyrirtækjum. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica