Lífeyrissjóðalöggjöf

Íslenskir lífeyrissjóðir starfa samkvæmt lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, en lögin tóku gildi þann 1. júlí 1998. Grunnlöggjöf flestra aðila á fjármálamarkaði samanstendur af regluverki sem byggir á Evróputilskipunum sem teknar eru upp í EES samninginn. Þetta á þó ekki við um íslenska lífeyriskerfið þar sem regluverk lífeyrissjóðanna byggir að mestu á séríslensku regluverki.

Lög nr. 129/1997 eru í tólf köflum og gilda um alla lífeyrissjóði og vörsluaðila lífeyrissparnaðar eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Þann 1. júlí 2017 tóku í gildi verulegar breytingar á VII. kafla laganna um fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða og áhættustýringu þeirra. 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica