Fundir með endurskoðendum

Reykjavík 8. nóvember 2018


Í leiðbeinandi  tilmælum nr. 4/2015 um samskipti Fjármálaeftirlitsins og ytri endurskoðenda eftirlitsskyldra aðila sem jafnframt eru einingar tengdar almannahagsmunum kemur fram að við upphaf og lok endurskoðunar hjá félögum sem falla undir tilmælin boði Fjármálaeftirlitið til fastra funda með ytri endurskoðendum viðkomandi félaga. Tilgangur fundanna er að auka flæði upplýsinga á milli annars vegar Fjármálaeftirlitsins og hins vegar ytri endurskoðenda eininga tengdra almannahagsmunum, í þeim tilgangi að stuðla að bættu eftirliti og endurskoðun. Fjármálaeftirlitið leggur áherslu á að halda fund með eftirlitsskyldum aðilum sem eru taldir kerfislega mikilvægir en getur þó óskað eftir að halda fundi með ytri endurskoðendum annarra aðila m.a. með tilliti til stærðar og umfangs reksturs þeirra.

Með vísan til framangreinds og gr. 1.1.1. í tilmælunum hyggst Fjármálaeftirlitið boða ytri endurskoðendur eftirfarandi eftirlitsskyldra aðila á fund með stofnuninni. Áætlað er að boða til umræddra funda með skriflegum hætti á næstu vikum.

Arion banki hf.

Íslandsbanki hf.

Landsbankinn hf.

Til baka

Language


Þessi síða notar vefkökur.
Lesa meira

X
Þetta vefsvæði byggir á Eplica