Tilkynna til skrifstofu fjármálagreininga lögreglu

Hvert skal senda tilkynningu?

Hafi tilkynningarskyldur aðili vitneskju eða grun um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka skal hann senda tilkynningu til skrifstofu fjármálagreiningu lögreglu.

Tilkynningu skal senda á netfangið pt@hersak.is eða í ábyrgðarpósti á Skúlagötu 17, 101 Reykjavík

Hvað á að koma fram í tilkynningunni?

  • Dagsetning tilkynningar
  • Upplýsingar um tilkynningarskylda aðilann, símanúmer og netfang
  • Dagsetning, tegund og fjárhæð viðskipta, tegund fjár og gjaldmiðill
  • Nafn, kennitala og skilríki viðskiptamanns
  • Ástæða gruns

Hvaða gögn eiga að fylgja með tilkynningunni?

Frekari gögn og upplýsingar skulu fylgja ef þörf er á að varpa ljósi á gruninn.

  • Ljósrit af persónuskilríkjum
  • Áreiðanleikakönnun viðskiptamanns
  • Öll önnur gögn sem veitt geta upplýsingar um grun t.d. reikningsyfirlit, kvittanir o.s.frv.

 

Sjá nánari leiðbeiningar um tilkynningar um grun um peningaþvætti eða fjármögnun hryðjuverka á vef stjórnarráðsins .

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica