Eftirlits- og viðlagaheimildir

Eftirlits- og þvingunarúrræði

Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beita eftirlits- og þvingunarúrræðum sem kveðið er á um í lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 140/2018, m.a:

  • Kalla eftir hvers konar gögnum og heimildum til sérstakra athugana á starfsstöð.
  • Krefjast úrbóta og leggja á dagsektir ef þeir láta t.d. hjá líða að afhenda gögn eða gera úrbætur.

Viðurlagaheimildir

Fjármálaeftirlitið hefur nú jafnframt með framangreindum lögum nr. 140/2018 heimildir til þess að beita viðurlögum komi í ljós að ákvæðum framangreindra laga, eða reglugerða á grundvelli þeirra, er ekki framfylgt. Þeim viðurlögum sem Fjármálaeftirlitinu er heimilt að beita eru:

  • Stjórnvaldssektir: Við ákvörðun stjórnvaldssekta er m.a. litið til alvarleika brots, hve lengi brotið stóð yfir, umfang tjóns, samstarfsvilja hins brotlega o.fl. Slíkum sektum er beitt óháð því hvort lögbrot eru framin af ásetningi eða gáleysi. Um fjárhæðir stjórnvaldssekta fer eftir ákvæðum 46. gr. laga nr. 140/2018.
  • Brottvikning stjórnar og framkvæmdastjóra: Hafi fyrirtæki brotið með alvarlegum, ítrekuðum eða kerfisbundnum hætti gegn lögunum, reglugerðum eða reglum settum á grundvelli þeirra, getur Fjármálaeftirlitið vikið stjórn tilkynningarskylds aðila í heild eða að hluta. Þessum aðilum er óheimilt að taka sæti í stjórn eða framkvæmdastjórn næstu fimm árum eftir brottvikninguna.
  • Afturköllun starfsleyfis: Af sömu ástæðum og gildir um brottvikningu, er Fjármálaeftirlitinu heimilt að afturkalla starfsleyfi eða skráningu tilkynningarskylds aðila.

Þá teljast það viðurlög í eðli sínu að beiting viðurlaga er birt opinberlega, sbr. 53. gr. laganna.

 

Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica