Starfsemi yfir landamæri

Lög um greiðsluþjónustu eru sett á grundvelli EES-gerðar, þ.e. tilskipunar (ESB) 2015/2366. Aðili sem hefur starfsleyfi hér á landi á grundvelli laga um greiðsluþjónustu hefur heimild til að starfa í öðrum EES-ríkjum og aðilar frá öðrum EES ríkjum hafa jafnframt heimild til að starfa hér á landi.

Innlendir aðilar sem hyggjast veita þjónustu yfir landamæri þurfa að tilkynna það til Seðlabanka Íslands og fá viðeigandi skráningu í miðlæga skrá Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) fyrir milligöngu Seðlabankans. Eftirlit með starfsemi yfir landamæri fer fram með samræmdum hætti á milli Seðlabankans og systurstofnana innan EES, eftir atvikum með atbeina EBA.

Upplýsingar um kröfur

Upplýsingar um þær kröfur sem aðilar þurfa að uppfylla vegna starfsemi yfir landamæri:


Til baka

Þetta vefsvæði byggir á Eplica