Kvartanir vegna meintra brota

PSD2 löggjöfin felur í sér að þriðju aðilar sem hafa leyfi til að veita reikningsupplýsingaþjónustu (AISP) eða sinna greiðsluvirkjun (PISP) eiga að fá viðeigandi hnökralaust aðgengi að greiðslureikningum, að fengnu skýlausu samþykki viðkomandi notanda. Aðgengið nýta þeir til að veita reikningsupplýsingaþjónustu eða sinna greiðsluvirkjun. Aðgengið fer yfirleitt fram í gegnum sérstaka skilfleti sem greiðsluþjónustuveitendur sem veita reikningsþjónustu (e. Account Servicing Payment Service Provider) setja upp.

Rísi ágreiningur um aðgengi að greiðslureikningum er aðilum mögulegt að senda kvörtun til Fjármálaeftirlitsins og tilkynna um meint brot. Slík tilkynning getur einnig náð almennt til brota gegn ákvæðum laga sem innleiða munu PSD2 tilskipunina. Fjármálaeftirlitið mun vinna slík mál í samræmi við viðmiðunarreglur EBA varðandi kvartanir vegna meintra brota á PSD2 löggjöfinni. Ýmsar frekari upplýsingar um viðmiðunarreglurnar eru aðgengilegar á vef EBA.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica