Frávikatilkynningar og skýrslur um sviksemi
Frávikatilkynningar
Allir greiðsluþjónustuveitendur þurfa að hafa til staðar eftirlitskerfi vegna rekstrar- og öryggisáhættu og bregðast við alvarlegum frávikum, m.a. með tilkynningum til Fjármálaeftirlitsins. Kröfur um þetta má finna í viðmiðunarreglum EBA: Guidelines on major incidents reporting under PSD2
Sú umgjörð sem gildir um frávik samkvæmt PSD2 mun liggja til grundvallar frávikatilkynningum til Fjármálaeftirlitsins en notast skal við sérhæfð viðmið frá Fjármálaeftirlitinu um hvað telst vera meiri háttar frávik þegar þau eru tilkynnt. Fjármálaeftirlitið mun senda þessar tilkynningar áfram óbreyttar til EBA þegar viðmiðin uppfylla kröfur EBA um meiri háttar frávik.
Frávikatilkynningum á að skila á Excel formi sem finna má í gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlits Seðlabankans. Skila skal skýrslu um frávik í þrennu lagi eftir því sem upplýsingar um frávik verða til.
Skýrslur um sviksemi
Greiðsluþjónustuveitendur, aðrir en reikningsupplýsingaþjónustuveitendur (AISP), þurfa að skila reglubundnum skýrslum um sviksemi í greiðsluþjónustu, tvisvar á ári eða árlega eftir stærð fyrirtækisins. Þetta er m.a. gert til að endurmeta með reglubundnum hætti í hvaða tilfellum krafist verður sterkrar sannvottunar (SCA).
Upplýsingar um skýrsluna má finna í viðmiðunarreglum EBA (reglur og viðauki): Guidelines on fraud reporting under PSD2.
Skýrslum á að skila á Excel formi sem finna má í gagnaskilakerfi Fjármálaeftirlits Seðlabankans.
Leiðbeiningar á ensku um útfyllingu formsins má m.a. sjá á vef írska seðlabankans.