Endurbótaáætlanir og tímanleg inngrip

Tilskipun 2014/59/ESB um endurbætur og skilameðferð fjármálafyrirtækja (e. Bank Recovery and Resolution Directive), sem oftast er nefnd BRRD, tók gildi innan Evrópusambandsins 1. janúar 2015. Árið 2020 voru gerðar breytingar á BRRD með tilskipun (ESB) 2019/879, eða BRRD II.

BRRD var innleidd hér á landi í tveimur hlutum:

Nánari upplýsingar um skilavald Seðlabanka Íslands.

BRRD fjallar í megindráttum um:

  • Áætlun um endurbætur (e. recovery plan) sem fjármálafyrirtæki, þ.e. lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki, þurfa að hafa tilbúna og virkja ef álag skapast í starfsemi þeirra.
  • Tímanleg inngrip (e. early intervention) eftirlitsstofnana vegna starfsemi fjármálafyrirtækja og skilameðferð (e. resolution) ef nauðsynlegt er talið að eftirlitsstofnanir taki yfir eða grípi inn í starfsemi fjármálafyrirtækja.

Meginatriði varðandi þann hluta sem snýr að fjármálaeftirlitinu eru þessi:

Endurbótaáætlanir

Fjármálafyrirtæki þurfa að vera með tilbúnar endurbótaáætlanir um það hvernig bregðast skuli við mögulegum áföllum eða álagi, sbr. IX. kafla A laga um fjármálafyrirtæki. Endurbótaáætlun er á ábyrgð stjórnar fjármálafyrirtækis en hún er yfirfarin af fjármálaeftirliti Seðlabankans sem getur farið fram á úrbætur telji það tilefni til.

Mikilvægt er að fjármálafyrirtæki geri endurbótaáætlanir í samræmi við kröfur í lögum um fjármálafyrirtæki og stjórnvaldsfyrirmælum sem sett eru á grundvelli þeirra og þeim tæknilegu stöðlum og viðmiðunarreglum sem gilda um endurbótaáætlanir og taldar eru upp hér að neðan:

Hafi rekstrarerfiðleikar fjármálafyrirtækis ekki í för með sér verulega neikvæð áhrif á fjármálakerfið, önnur fjármálafyrirtæki eða hagkerfið er gert ráð fyrir að því sé heimilt að skila einfaldri endurbótaáætlun, sbr. 82. gr. e laga um fjármálafyrirtæki. Mat á því hvort þetta eigi við er í höndum fjármálaeftirlitsins. Við matið er stuðst við evrópsk viðmið samkvæmt afleiddri reglugerð um einfaldar endurbótaáætlanir og skilaáætlanir.

Tímanleg inngrip o.fl.

Hafi orðið áfall eða hættuástand skapast og fjármálafyrirtæki hefur þegar virkjað eða verið gert skylt að virkja endurbótaáætlun sína að hluta eða öllu leyti getur fjármálaeftirlitið gripið til ýmissa aðgerða sem ætlað er að koma í veg fyrir álag á fjármálakerfið. Fjármálaeftirlitið hefur heimild til að grípa tímanlega inn í rekstur fjármálafyrirtækis í erfiðleikum og tryggja áframhald á mikilvægri starfsemi þess, sbr. 107. gr. c - 107. gr. e laga um fjármálafyrirtæki. Takist það ekki ákvarðar Seðlabankinn hvort fyrirtæki sé á fallanda fæti, sbr. 34. gr. laga um skilameðferð, sem er undanfari skilameðferðar.

Fjárstuðningur innan samstæðu

Fjármálafyrirtækjum og öðrum félögum innan samstæðu er heimilt að gera sérstakan samning um fjárstuðning innan samstæðu, sbr. 109. gr. o - 109. gr. t laga um fjármálafyrirtæki. Frekari upplýsingar er varða fjárstuðning innan samstæðu:

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica