Fréttir


Fjármálaeftirlitið hefur metið Ríkissjóð Íslands hæfan til að eiga virkan eignarhlut í Íslandsbanka hf. og fjármálafyrirtækjum í hans eigu

4.2.2016

Hinn 3. febrúar sl. komst Fjármálaeftirlitið að þeirri niðurstöðu að Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga 100% virkan eignarhlut í Íslandsbanka hf., sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Ríkissjóður Íslands mun eignast 95% eignarhlut í bankanum í gegnum fyrirhugað eignarhald sitt á ISB Holding ehf. Áður átti Ríkissjóður Íslands 5% hlut í bankanum. Bankasýsla ríkisins mun fara með eignarhlutinn fyrir hönd Ríkissjóðs Íslands skv. lögum nr. 88/2009 um Bankasýslu ríkisins.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið komist að þeirri niðurstöðu að Ríkissjóði Íslands sé heimilt að eiga yfir 50% virkan eignarhlut með óbeinni hlutdeild í Íslandssjóðum hf., Borgun hf. og Summu Rekstrarfélagi hf. í gegnum fyrirhugað eignarhald sitt í ISB Holding ehf. og Íslandsbanka hf.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica