Fréttir


EBA óskar eftir umsögnum hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðra breytinga á FINREP GAAP

4.4.2016

Fjármálaeftirlitið vekur athygli á að Evrópska bankaeftirlitsstofnunin (EBA) hefur í fréttatilkynningu á heimasíðu sinni óskað umsagnar hagsmunaaðila um drög stofnunarinnar að nýrri útgáfu af FINREP GAAP sniðmátinu. Vinna við uppfærslu sniðmátsins hefur leitt í ljós tiltekin vandamál tengd mismunandi regluverki aðildarlanda vegna reikningsskila. Stofnunin beinir því til hagsmunaaðila að koma á framfæri umsögnum varðandi uppfærslu á FINREP GAAP sniðmátinu og eftir atvikum löggjöf um ársreikninga, til viðeigandi eftirlitsaðila í sínu heimalandi.

Fjármálaeftirlitið tekur við umsögnum íslenskra hagsmunaaðila og skulu þær sendar á netfangið crdiv@fme.is fyrir 15. apríl nk.

Til baka





Þetta vefsvæði byggir á Eplica