Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Samkomulag um sátt vegna brots Eikar fasteignafélags hf. á 122. gr. laga nr. 108/2007 - 1.9.2014

Hinn 7. júlí 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Eik fasteignafélag hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins birt - 28.8.2014

Í dag birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit sitt vegna dómsmáls sem rekið er fyrir héraðsdómi Reykjavíkur gegn Íslandsbanka hf. Í málinu er deilt um hvort verðtryggingarákvæði í skuldabréfi sem gefið var út í tengslum við fasteignakaup teljist ósanngjarn samningsskilmáli þannig að því megi víkja til hliðar í skilningi a. – c. liðar í 36. gr. samningalaga nr. 7/1936, með síðari breytingum. Umrædd ákvæði komu inn í samningalögin 1995 með innleiðingu á tilskipun 93/13/EBE, um ósanngjarna skilmála í neytendasamningum.

Fjármálaeftirlitið gefur út nýjar reglur - 11.8.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út  reglur nr. 712/2014 um yfirfærða útlánaáhættu vegna verðbréfunar og reglur nr. 713/2014 um breytingu á reglum nr. 215/2007, um eiginfjárkröfur og áhættugrunn fjármálafyrirtækja, með síðari breytingum. Þá hafa enn fremur verið gefnar út reglur nr. 728/2014 um heimild Fjármálaeftirlitsins til að ljúka máli með sátt.


Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu: