Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið veitir Straumssjóðum starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða - 28.7.2014

Fjármálaeftirlitið hefur veitt Straumssjóðum hf. kt. 430713-0940, Borgartúni 25, starfsleyfi sem rekstrarfélag verðbréfasjóða samkvæmt 7. tl. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Starfsleyfi Straumssjóða hf. tekur til 7.tl.  1. mgr. 3. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Straumssjóðir hafa heimild til reksturs verðbréfasjóða og annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 161/2002, um fjármálafyrirtæki.

Nýtt eintak Fjármála komið út - 15.7.2014

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðið skrifa meðal annars Hörður Tulinius, sérfræðingur á vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviði, um skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfestasjóða og Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, skrifar um sjálfstæði eftirlitsstofnana.

Samkomulag um sátt vegna brots Marel hf. á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 9.7.2014

Hinn 30. apríl 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Marel hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu: