Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Nýjar reglur um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana og rafeyrisfyrirtækja - 11.4.2014

Stjórnartíðindi birtu í upphafi þessa mánaðar reglur nr. 322/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna rafeyrisfyrirtækja og reglur nr. 323/2014 um tryggilega varðveislu fjármuna greiðslustofnana. Reglur þessar má finna undir lög og tilmæli á vef Fjármálaeftirlitsins.

Túlkun um viðurkenningu markaða - 8.4.2014

Fjármálaeftirlitið hefur birt túlkun um viðurkenningu markaða. Túlkunin fjallar um hvaða markaði Fjármálaeftirlitið viðurkennir og hvaða markaðir teljast viðurkenndir með þeim hætti sem Fjármálaeftirlitið metur gildan skv. lögum nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, og skv. lögum nr. 128/2011, um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði.

Drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka - 1.4.2014

Fjármálaeftirlitið hefur gefið út umræðuskjal nr. 7/2014. Umræðuskjalið inniheldur drög að leiðbeinandi tilmælum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Tilmælin leysa af hólmi eldri tilmæli nr. 3/2011 um sama efni.


Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu: