Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Nýtt eintak Fjármála komið út - 15.7.2014

Nýtt eintak Fjármála, vefrits Fjármálaeftirlitsins, er komið út. Í blaðið skrifa meðal annars Hörður Tulinius, sérfræðingur á vettvangs- og verðbréfaeftirlitssviði, um skráðar skuldabréfaútgáfur fagfjárfestasjóða og Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur á sviði yfirlögfræðings, skrifar um sjálfstæði eftirlitsstofnana.

Samkomulag um sátt vegna brots Marel hf. á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 9.7.2014

Hinn 30. apríl 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og Marel hf. með sér samkomulag um að ljúka með sátt máli vegna brots félagsins á 122. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti.

EBA gefur út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum fyrir könnunar- og matsferli (e. SREP) - 8.7.2014

EBA, Evrópska eftirlitsstofnunin á bankamarkaði, hefur gefið út umræðuskjal um drög að leiðbeinandi tilmælum um könnunar- og matsferli (e. SREP). Tilmælin munu verða nýtt við eftirlit á bankamarkaði innan Evrópusambandsins. Megintilgangur tilmælanna er að móta sameiginlegan skilning á mati á áhættuþáttum og stuðla að samkvæmni og gæðum í framkvæmd ferlisins. Tilmælin munu leysa af hólmi eldri tilmæli sem gefin voru út árið 2006 af CEBS. Fyrirhugað er að tilmælin taki gildi 1. janúar 2016. Fullmótuð munu þau hafa grundvallar áhrif á framkvæmd könnunar og matsferlis á Íslandi sem og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu.


Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu: