Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Fjármálaeftirlitið hefur metið Lífeyrissjóð Vestmannaeyja hæfan til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf. - 15.10.2014

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, kt. 580572-0229, sé hæfur til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum Verðbréfum hf., sem nemur 50,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  Samkvæmt tilkynningu frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja, fer sjóðurinn nú með 50,00% eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur metið Lífeyrissjóðinn Festu hæfan til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf. - 15.10.2014

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Festa lífeyrissjóður, kt. 571171-0239, sé hæfur til að fara með aukinn virkan eignarhlut í Jöklum Verðbréfum hf., sem nemur 50,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki.  Samkvæmt tilkynningu frá Festu Lífeyrissjóði, fer sjóðurinn nú með 50,00% eignarhlut í Jöklum-Verðbréfum hf.

Fjármálaeftirlitið hefur metið Eignarhaldsfélagið Mata hf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. - 15.10.2014

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Eignarhaldsfélagið Mata hf., kt. 450269-0939, sé hæft til að fara með virkan eignarhlut í Straumi fjárfestingabanka hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu frá Eignarhaldsfélaginu Mata hf., fer félagið nú með 16,175% eignarhlut í Straumi Fjárfestingabanka hf.


Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica