Hlutverk Fjármálaeftirlitsins er að standa vörð um traust og heilbrigði fjármálamarkaðarins.

Solvency II

Í Solvency II felst umfangsmikil endurskoðun á reglum um gjaldþol vátryggingafélaga. Þær verða áhættumiðaðar sem hefur í för með sér  að gjaldþolskröfur vaxa með aukinni áhættu.

 

Mat á hæfi

Þegar óskað er eftir umsögn ráðgjafarnefndar um hæfi stjórnarmanns metur nefndin þekkingu, skilning og viðhorf hans varðandi helstu efni sem tengjast verksviði hans í ítarlegu viðtali.

Neytendavernd

Fjármálaeftirlitið hefur meðal annars eftirlit með viðskiptaháttum gagnvart neytendum fjármálaþjónustu og sinnir upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu. Þá vistar Fjármálaeftirlitið úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

CRD IV

CRD IV er hryggjarstykkið í samevrópsku regluverki fyrir fjármálafyrirtæki sem starfa á innri markaði ESB.  Um er að ræða eina heilsteypta löggjöf á sviði Evrópuréttar sem samanstendur af annars vegar tilskipun og hins vegar reglugerð.


Fréttir og tilkynningar

Allt

Samkomulag um sátt vegna brots N1 hf. á 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti - 23.10.2014

Hinn 29. ágúst 2014 gerðu Fjármálaeftirlitið og N1 hf. með sér samkomulag um að ljúka máli með sátt vegna brots félagsins á 87. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti (vvl).

Fjármálaeftirlitið hefur metið SVN eignafélag ehf. hæft til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. - 22.10.2014

Fjármálaeftirlitið komst hinn 18. júlí 2014 að þeirri niðurstöðu að SVN eignafélag ehf., kt. 630800-2770, væri hæft til að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. sem nemur 20,00%, sbr. VI. kafla laga nr. 56/2010, um vátryggingastarfsemi.  Samkvæmt tilkynningu frá SVN eignafélagi hf. frá 4. apríl 2014, fer félagið með 11,68% eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf.

Tilkynning um afturköllun starfsleyfis LBI hf. að fullu - 22.10.2014

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur afturkallað starfsleyfi LBI hf. (LBI),  kt. 540291-2259 að fullu á grundvelli heimildar í 6. tölul. 1. mgr. 9. gr. laga 161/2002 um fjármálafyrirtæki (fftl.) þar sem kveðinn hefur verið upp úrskurður um slit fyrirtækisins skv. XII. kafla laganna.  Áður hafði Fjármálaeftirlitið afturkallað starfsleyfi LBI hf. að hluta með bréfi, dags. 15. september 2011 á grundvelli sömu heimildar. Afturköllun starfsleyfis LBI að fullu miðast við 15. október 2014.

Áhugavert

Úrskurðarnefndir

Fjármálaeftirlitið vistar úrskurðarnefnd í vátryggingamálum og úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki.

Viðskiptadagatal

Viðskiptadagatal verðbréfamarkaða er að finna á vef Nasdaq OMX

Viðvaranir

Sjá má viðvaranir Fjármálaeftirlitsins til fjárfesta á vef IOSCO
Language


Útlit síðu:

Þetta vefsvæði byggir á Eplica